Prófarkalestur

Ég tek að mér prófarkalestur og ýmiss konar aðstoð við vinnslu á íslenskum texta fyrir einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki.

Nánari upplýsingar og verðtilboð fást með því að senda tölvupóst á netfangið astakben [hjá] gmail.com.

Ég hef starfsreynslu frá skrifstofu Alþingis, þar sem ég vann við ræðuyfirlestur í hlutastarfi árin 2009 og 2010, og auk þess langa reynslu af prófarkalestri á lokaritgerðum fyrir háskólanema. Einnig hef ég prófarkalesið handrit fyrir bókaforlögin Forlagið og Bjart og ársskýrslur fyrir ýmis félög og stofnanir. Ég er menntaður íslenskufræðingur frá Háskóla Íslands, með meistaragráðu í íslenskum bókmenntum frá sama skóla og er nú að leggja lokahönd á doktorsritgerð. Ensku- og dönskukunnátta er mjög góð en ég hef samtals búið í tæpt ár í Danmörku og rúm fjögur ár á Írlandi. Nánari upplýsingar um ferilskrá má nálgast hér.

Lokaritgerðir háskólanema

Í prófarkalestri á lokaritgerðum felast fyrst og fremst leiðréttingar á málfari, innslætti og stafsetningu, auk hvers kyns samræmingar á uppsetningu, orðalagi, greinarmerkjasetningu og öðru. Innifalinn er yfirlestur á texta í heimildaskrá og samræming á uppsetningu hennar en ekki gátun á því hvort uppsetningin sé rétt samkvæmt ákveðnu kerfi. Almennt er lesið yfir síðustu gerð ritgerðar, það er eftir að leiðbeinendur hafa komið sínum athugasemdum á framfæri og nemendur hafa unnið úr þeim. Í undantekningartilfellum tek ég að mér yfirlestur á ritgerðum á fyrri stigum en um það þarf að semja sérstaklega.

Sérstakt gjald er tekið fyrir uppsetningu á heimildaskrá samkvæmt heimildakerfum (APA, Chicago, MLA, o.s.frv.).

Eftirfarandi eru umsagnir frá háskólanemum sem ég hef lesið yfir fyrir:

„Vinnubrögð Ástu voru mjög fagmannleg og skilvirk. Hún var fljót að fara yfir og skila mér án þess að það hafi komið niður á gæðunum. Öll samskipti voru til fyrirmyndar enda svaraði hún öllum tölvupóstum fljótt og örugglega. Hún tók það einnig fram að ef einhverjar spurningar myndu vakna upp eftir að hún skilaði mér þá mætti ég hafa samband, það fannst mér fagmannlegt. Leiðbeinandi minn setti lítið út á stafsetningu og ég var því mjög ánægður. Ég ætla mér að nýta þjónustu Ástu aftur þegar ég skila meistararitgerðinni.“ Elías Kristjánsson

„Ég var mjög ánægð með yfirlesturinn og vinnubrögðin. Ritgerðin var í stuttan tíma hjá henni, skýrar athugasemdir og verðið viðráðanlegt.“ Hafrún Olgeirsdóttir

„Ég keypti yfirlestur hjá Ástu, bæði í BA og ML-ritgerð minni. Í bæði skiptin var ég mjög ánægður með gæði yfirlestursins  og ritgerðirnar urðu mun betri fyrir vikið. Best fannst mér samt hvað hún var fljót að skila af sér sem dró verulega úr stressi og gafst því góður tími til lokafrágangs og prentunar.“ Auðun Daníelsson

Auglýsingar

4 athugasemdir á “Prófarkalestur

  1. Sæl. Eins og fram kemur hér fyrir ofan er hægt að fá nánari upplýsingar og verðtilboð með því að senda tölvupóst á netfangið astakben [hjá] gmail.com.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s