Ég hef ekki skrifað hér lengi. Ástæðan er kannski skiljanleg; ég hef setið sveitt við að ljúka stórum kafla í ritgerðinni og hef ekki gefið mér tíma í nein önnur verkefni. Úr því verður vonandi bætt á næstunni. Ég er með pistil í vinnslu um íslenska orðið hinsegin og notkun þess og er farið að langa mikið til að ljúka honum. Rétt í þessu var ég að uppfæra ferilskrána á síðunni, sem og upplýsingar um doktorsverkefið sem hefur tekið miklum breytingum á síðasta hálfa ári. Í stað samanburðarrannsóknar á verkum Elíasar Marar og Guðbergs Bergssonar hef ég nú ákveðið að einbeita mér eingöngu að Elíasi, verkum hans og orðræðu um samkynhneigð á fyrri hluta og um miðja 20. öld, enda af nógu að taka þar.