Ný síða – nýtt verkefni

Kæru lesendur

Hér er ég búin að setja upp vefsíðu fyrir hina akademísku hlið mína – þá Ástu sem situr gjarnan við skrifborð (eða eldhúsborð) og reytir hár sitt yfir skrifum eða sýpur kaffi yfir lestri bóka. Á vefnum má nú þegar finna praktísk atriði eins og ferilskrá og lista yfir greinar og fyrirlestra sem ég soðið saman. Einnig setti ég inn nokkrar tækifærisræður sem ég hef haldið, þótt þær séu alls ekki fræðilegar og komi bókmenntum jafnvel ekkert við.

Meginmarkmiðið með þessum vef er þó að koma á fót upplýsingasíðu um íslenskar hinsegin bókmenntir, eða bókmenntir sem fjalla um þær birtingarmyndir mannlífsins sem setja má undir regnhlífarhugtakið hinsegin*. Slíkar bókmenntir hafa lítið verið rannsakaðar í íslensku samhengi og tiltölulegar fáar greinar hafa verið skrifaðar um efnið – með nokkrum góðum undantekningum þó. Á næstu mánuðum hyggst ég koma upp á þessum vef gagnabanka um þær rannsóknir sem hafa verið gerðar. Einnig mun ég skrifa pistla um bækur, sem og hinsegin fræði (e. queer theory) og annað sem tengist efninu.

Þar sem ég er önnum kafin við að vinna að doktorsritgerð býst ég síður við að vefurinn vaxi mjög hratt og bið því lesendur að sýna þolinmæði. Þangað til getið þið dundað ykkur við að skoða aðra heimasíðu sem ég kom upp nýlega, nefnilega vef um skáldkonuna Jakobínu Sigurðardóttur.

 

* Íslenska hugtakið hinsegin er yfirleitt notað í svipaðri merkingu og skammstafanasúpur á borð við LGBTQIA (lesbian, gay, bi, trans, queer, intersex, asexual) eru notaðar í enskumælandi samhengi, það er að segja sem regnhlífarhugtak yfir samkynhneigð, tvíkynhneigð, transkynvitund, intersex-líkama og „ei-kynhneigð“. Allt eru þetta orð sem þarfnast nánari útskýringar en það verður þó látið liggja milli hluta hér – í bili. Einnig mætti segja að orðið hinsegin vísi almennt til alls þess sem fellur ekki að því sem telst „venjuleg“ kynhneigð eða „venjuleg“ kynvitund í hverju samfélagi á hverjum tíma.

Enska hugtakið queer á sér dálítið aðra sögu en íslenska orðið hinsegin og yfirleitt eru þessi tvö orð ekki notuð í sömu merkingu. Þó er queer stundum notað sem regnhlífarhugtak en sú notkun er umdeild. Pistill um þessi hugtök og notkun þeirra er væntanlegur inn á þessa síðu innan skamms.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s